Hús
Hús
Bandaríska væntingavísitalan verður birt í dag en reiknað er með að hún lækki úr 59,5 stigum í 52 stig. Það eru því sennilega sterk teikn á lofti um mikinn samdrátt í hagkerfinu þar sem meðaltal hennar liggur í 68,9 stigum af því er fram kemur í greiningarefni IFS.

Við lokun markaða í Bandaríkjunum í gær hafði hlutabréfaverð hækkað töluvert. Dow Jones hækkaði um 2,26% í viðskiptum gærdagsins, Nasdaq um 3,32% og S&P um 2,83%.