Framvirkir samningar með olíu lækkuðu eilítið í verði á mánudag, en verð á olíu á mörkuðum í Bandaríkjunum héldust samt sem áður yfir 45 Bandaríkjadali á tunnuna. Virðist markaðurinn vera að meta möguleikann á aukinni hráolíuframleiðslu nú þegar dregur úr áhrifum af nýlegum takmörkunum á framboði.

Lækkuðu samningar með afhendingardag í ágúst á West Texas Intermediate hráolíu um 0,29% og framvirkir samningar á Brent hráolíu fyrir september lækkuðu um 0,28%. Bæði WTI og Brent hráolía lækkuðu um meira en 7% í síðustu viku.

Eru væntingar um að aukin olía sé að fara að berast frá Kanada, Íran, Nígeríu og Lýbíu, en öll þessi lönd hafa haft minni möguleika á útflutningi undanfarið vegna ýmissa aðstæðna en það er að breytast hratt núna.

Minnismiði frá Morgan Stanley segir að olíuhreinsistöðvar um allan heim séu að offramleiða, sem gæti haft áhrif til lækkunar á olíuverði.