Reiknað er með að bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs muni skila slöku uppgjöri eftir síðasta ársfjórðung, jafnvel megi búast við að jafn lágar tölur hafi ekki sést í afkomutölum bankans síðan á fjórða ársfjórðungi árið 2008. Það var fyrsta tap bankans frá því hann var skráður á hlutabréfamarkað árið 1999.

Bloomberg-fréttaveitan bendir á að tekjur af fjárfestingarbankastarfsemi hafi dregist mjög saman í Bandaríkjunum það sem af er ári á meðan nokkuð hefðbundin viðskiptabankastarfsemi blómstri.

Gengi hlutabréfa í Goldman Sachs stendur í dag í 96,14 dölum á hlut og hefur það lækkað um rúm fjörutíu prósent frá áramótum.