Gert er ráð fyrir því að evrópski seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum í 0,75% á næsta vaxtaákvörðunarfundi sínum í vikunni. Krafa hefur verið um að bankinn lækki stýrivexti frekar til að slá á neikvæð áhrif skuldakreppunnar á evrusvæðinu. Verður gerð breyting á vaxtastigi bankans með þeim hætti þá fara stýrivextirnir niður á það stig sem aldrei hefur sést áður í sögu evrusvæðisins.

Bloomberg-fréttaveitan segir á síðasta vaxtaákvörðunarfundi evrópska seðlabankans hafi komið fram áskorun um að lækka stýrivextina samhliða því að færa hagvaxtar- og verðbólguhorfur niður. Það gekk ekki eftir. Flesta hagfræðinga gera ráð fyrir því í vaxtaspá Bloomberg að stýrivöxtum bankans verði haldið lágum næsta árið eða fram að upphafi árs 2014.