Gert er ráð fyrir því að landsframleiðsla í Bretlandi dragist saman um 0,1% á þessu ári. Þetta er þveröfugt við spá um 0,8% hagvöxt. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, ræddi um fjárlögin á breska þinginu í dag. Hann sagði að þrátt fyrir svartsýnina sé efnahagslífið að taka við sé.

Osborne áréttaði að efnahagsbatinn væri þó erfiður þar sem halli á fjárlögum væri enn óþægilega mikill.

Breska dagblaðið Guardian bendir á að fjárlög Osbornes hafi verið heldur bjartsýnn frá því hann tók við. Þegar hann lagði þau fram í fyrsta sinn í júní fyrir tveimur árum hafi hann gert ráð fyrir 2,8% hagvexti á þessu ári og 2,9% hagvexti á næsta ári. Þær spár eru ekki að verða að raunveruleika, að sögn greinarhöfundar.