Stóru byggingarvöruverslanirnar töpuðu hundruðum milljóna hver á árinu 2012. Mest var tapið hjá Bauhaus slhf. sem tapaði yfir hálfum milljarði á þeim rétt tæpu átta mánuðum sem verslun félagsins var opin á árinu 2012. Þetta var fyrsta rekstrarár verslunarinnar en tapreksturinn nam að meðaltali 2,3 milljónum á dag. Byko tapaði 391 milljón króna á síðasta ári en reksturinn var á svipuðu róli og árið 2011 þegar félagið tapaði 352 milljónum króna.

Hlutafé félagsins var aukið um 500 milljónir króna á árinu. Húsasmiðjan tapaði 179 milljónum króna á síðasta ári eins og Viðskiptablaðið hefur áður greint frá. Nýir eigendur, danska byggingar vörukeðjan Bygma, tóku við rekstrinum af hendi Framtakssjóðs Íslands í byrjun árs 2012 og var þetta því fyrsta rekstrarár þeirra.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .