*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 17. maí 2013 18:15

Bulsumeistarinn: Bulsurnar líka fyrir kjötætur

Bulsumeistarinn Svavar Pétur Eysteinsson átti í nánu samstarfi við kjötiðnaðarmenn við þróunn „bulsunnar“.

Ritstjórn

„Ég átti í nánu samstarfi við kjötiðnaðarmenn við þróun „bulsunnar“ og Óli Hilmarsson hjá Matís stóran hlut í hinni endanlegu vöru,“ segir bulsumeistarinn Svavar Pétur Eysteinsson, sem þróað hefur grænmetispylsur sem hann kallar „bulsur“. „Nafnið er einfaldlega komið til af því að bygg og baunir eru stór hluti af því efni sem í þær fer og b-ið því augljóst.“

Svavar segir að það hafi skipt hann máli að allir gætu notið þess að borða bulsurnar, en ekki eingöngu þeir sem hætt hefðu kjötáti eins og hann hefur gert.

Svavar safnar nú fé á íslensku hópfjármögnunarsíðunni karolinafund.com. „Ég er þegar búinn að leggja út fyrir hráefnis- og tækjakaupum og hef þurft að taka lán fyrir hluta af þeim kaupum. Þetta er hugsað til að koma mér nær núllinu áður en salan hefst þann fyrsta júní. Þá koma bulsurnar í sölu í Melabúðinni og Frú Laugu og ef vel gengur fer þetta víðar.“