Tyrkneska þingið ákvað í gær að binda formlega enda á forsetakosningarnar þar í landi eftir að forsetaframbjóðandi
AKP stjórnarflokksins, Abdullah Gul, dró framboð sitt til baka fyrir skemmstu. Gul tók þá ákvörðun í kjölfar þess að stjórnarandstaðan á þingi sniðgekk kosningarnar í annað sinn. Gul var einn í framboði og því var ákveðið að slíta
kosningaferlinu.

Ríkisstjórn Tyrklands, undir forystu Recep Tayyip Erdogan, hefur flýtt fyrirhuguðum þingkosningum í landinu og munu þær fara fram 27. júlí næstkomandi. Auk þess eru uppi hugmyndir hjá AKP flokknum og breyta stjórnarskránni á þann veg að forseti landsins verði í framtíðinni kjörinn í þjóðaratkvæðisgreiðslu en ekki af hinum 550 kjörnu fulltrúum sem eiga sæti á þinginu.