„Við erum að skrá fimmta Opel Ampera bílinn í dag,“ segir Hörður Harðarson, sölustjóri hjá Opel-umboðinu. Ampera-bíllinn er  er rafmagnsbíll með bensínmótor sem vinnur sem ljósamótor. Rafmótorinn getur komið bílnum um 80 kílómetra. Þegar um 30% hleðslunnar er eftir fer 1,4 lítra 63 KW/86 hestafla bensínmótor sjálfkrafa í gagn og drífur hann bílinn áfram ásamt því að hlaða inn á rafmótorinn sem tekur við þegar hann verður fullur á ný. Bill, sem verður af þessum sökum aldrei rafmagnslaus, kostar frá 7,9 milljónum króna og upp í tæpar níu milljónir.

Opel Ampera kom á markað í Evrópu í febrúar og hófst sala á honum hér á landi í júlí. Bíllinn var nýverið valinn bíll ársins í Evrópu 2012.

Hörður segir bílana flutta inn frá Danmörku. Þar eru þeir uppseldir í augnablikinu en þrír eru enn til hjá umboðinu hér á landi.

Fram kom í Bílablaðinu sem fylgdi með Viðskiptablaðinu í gær að Robert Wessman, forstjóri lyfjafyrirtækisins Alvogen, hafi keypt fyrsta Opel Ampera-bílinn sem seldur var hér á landi í sumar og sé hann svartur á lit.