Burðarás hf. hefur keypt hluti í Keri hf. og Eglu hf. fyrir 10,725 milljarða króna, segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Þar af eru 10 milljarðar greiddir með hlutafé í Burðarási og 752 milljónir með peningum.

Félagið hefur keypt 305.938.652 krónur af heildarnafnverði hlutafjár Kers hf. og 446.816 krónur af heildarnafnverði hlutafjár í Eglu hf. Í tilkynningunni segir að 10 milljarðar í hlutafé séu að nafnvirði 609.756.098 krónur.

?Þar af verða 224.078.261 krónur greiddar með eigin bréfum Burðaráss en 385.677.837 krónur með útgáfu nýs hlutafjár. Kaupin eru gerð með fyrirvara um að hluthafafundur í Burðarási samþykki viðskiptin sem og útgáfu nýrra hluta til seljanda" segir í tilkynningunni.

Meðal eigna Kers eru 100% hlutur í Olíufélaginu hf. og um 66% hlutur í Samskipum hf. Egla er eigandi að tæplega 11% hlut í Kaupþingi Banka hf.

Eigendur Fjárfestingarfélagsins Grettis eru Landsbanki Íslands hf., Tryggingamiðstöðin hf., Sund ehf. og Nordic Partners ehf. Landsbankinn er fruminnherji í Burðarási.