Til stendur að skrá Eimskip í Kauphöll Íslands í lok næsta árs og slitna með því gömul tengsl á milli félaganna eins og kemur fram í ítarlegu viðtali við Friðrik Jóhannesson forstjóra Burðarás í Viðskiptablaðinu í dag. "Í framhaldi af hugsanlegri skráningu mun Burðaráss draga sig að hluta til eða að öllu leyti út úr Eimskip," segir Friðrik.

Hjá Burðarási er Eimskips skráð miðað við eigið fé félagsins og er það um fimm milljarðar króna en Friðrik segir ljóst að félagið sé mun meira virði. Burðarás setti nýlega inn aukið hlutafé í Eimskip og segir hann koma til greina að setja enn meira fjármagn í félagið. "Eins og komið hefur fram er það ásetningur okkar að styrkja félagið enn frekar," segir Friðrik í viðtalinu.

Eimskipafélag Íslands er stærsta eign Burðaráss og kemur félagið nálægt öllum stærri málum sem snúa að stefnumótun og fjárfestingum Eimskips. "Sérstaklega höfum við fylgst vel með að undanförnu þar sem miklar breytingar hafa verið gerðar á fyrirtækinu. Okkur lýst vel á þær breytingar," segir Friðrik. Hvað varðar daglegan rekstur er félagið algjörlega sjálfstætt og með sjálfstæða stjórn.

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.