Burðarás hefur áfram bætt við eign sína í D.Carnegie & Co og á nú 20,01% í sænska fjárfestingarbankanum. Eignarhluturinn er um 10,8 ma.kr. virði. Líkurnar á að markmið Burðaráss sé að ná yfirráðum í Carnegie hafa því heldur aukist og jafnvel er stefnan sett á yfirtöku segir í Morgunkorni Íslandsbanka. Í Svíþjóð myndast yfirtökuskylda við 30% eignarhlut. Í stjórn Carnegie eru 8 manns en eignarhaldið er dreift og er Burðarás stærsti hluthafinn.

Samtals eiga starfsmenn um 17% hlutafjár en aðrir hluthafar eru innan við 10%. Í því ljósi ætti Burðarás að ná að lágmarki tveimur stjórnarsætum segir í Morgunkorninu.