Í gær voru hlutabréf Burðaráss hf. og Samherja hf. færð á athugunarlista vegna hættu á ójafnræði meðal fjárfesta í tengslum við sameiningarviðræður Burðaráss og Kaldbaks eins og sagði í tilkynningu Kauphallarinnar. Með hliðsjón af því að gengið hefur verið frá samningum um kaup Burðaráss á 76,77% hlutafjár í Kaldbaki sbr. tilkynningu sem birtist fyrr í morgun hefur Kauphöllin ákveðið að færa hlutabréf Burðaráss og Samherja af athugunarlista.

Hlutabréf Kaldbaks hf. mun vera áfram á athugunarlista með vísan til tilkynningar fyrr í dag (24. september 2004) þar sem fram kemur að Burðarás hf. Hafi eignast 76,77% af heildarhlutafé í félaginu en þar með hefur skylda stofnast á hendur Burðarási hf. til að leggja fram yfirtökutilboð til annarra hluthafa félagsins innan fjögurra vikna, sbr. 32. gr. Laga nr. 33/2003 um verðbréfaviðskipti.