*

þriðjudagur, 22. september 2020
Erlent 8. mars 2016 16:15

Burberry hækkar í kjölfar orðróms

Hlutabréf í tískuvöruframleiðandanum Burberry hafa hækkað um 6% í viðskiptum dagsins í kjölfar orðróms um yfirtöku á félaginu.

Ritstjórn

Hlutabréf í tískufyrirtækinu Burberry hafa hækkað um 6,2% í viðskiptum dagsins í kjölfar þess að orðrómur komst á kreik um mögulega yfirtöku á fyrirtækinu. Ekki hefur verið gefið út hver sé að baki þessari auknu eftirspurn í hlutum fyrirtækisins en samkvæmt heimildum Financial Times hefur tiltekin aðili hefur keypt hluti í gegnum HSBC bankann.

Burberry er skráð í Bretlandi en samkvæmt reglum kauphallarinnar verður að flagga eignarhaldi ef það fer yfir 3% markið. Sjóðstjórar sem starfa við eignastýringu þurfa þó ekki að flagga fyrr en við 5% markið. Burberry hefur beðið bankann um að upplýsa um eiganda hlutanna.

Samkvæmt FT þá er líklegt að samkeppnisaðili Burberry sé að baki kaupunum, s.s. LVMH (Moët Hennessy Louis Vuitton). Markaðsvirði Burbery hefur fallið um sex milljarða punda á síðsta ári eftir að eftirspurn í Asíu, og sérstaklega í Kína, drógst saman.

Fyrirtækið hafnar að því hafi borist formlegt yfirtökutilboð.

Stikkorð: Burberry