Orðrómur um væntanlegt yfirtökutilboð í tískuvörufyrirtækið Burberry reyndist vera rangur, en hlutabréf í félaginu hafa fallið sem samsvarar hækkunum gærdagsins.

Í gær greindi Viðskiptablaðið frá því að orðrómur væri um væntanlegt yfirtökutilboð í Burrberry en hlutabréfin hækkuðu mest um 7,3% í viðskiptum gærdagsins. Bréfin enduðu með að hækka um 7,11% í gær.

Í dag kom í ljós að orðrómurinn var rangur og hafa hlutabréfin fallið um tæplega 7% í viðskiptum dagsins.

© vb.is (vb.is)