Fjárfestingarbankinn Straumur hefur stofnað framtakssjóðinn Burðarás. Sjóðurinn mun einblína á fjárfestingar í meðalstórum og stórum óskráðum félögum. Framkvæmdastjóri Burðaráss er Þór Hauksson. Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins í dag.

Burðarás verður stærsti framtakssjóður landsins fyrir utan FSÍ. „Stærð sjóðsins mun á endanum ráðast af þeim fjárfestingakostum sem bjóðast,“ segir Þór í viðtali við Morgunblaðið.