Eignarhaldsfélagið Stökur ehf., á Akureyri hefur nýlega keypt rekstur og vélar plastframleiðslufyrirtækisins Búrek í Reykjavík og flutt verksmiðju, framleiðslu og aðra starfsemi þess til Akureyrar. Unnið hefur verið að því undanfarið að setja verksmiðjuna upp og gert er ráð fyrir að framleiðsla hefjist nú fyrir páska.

Búrek hefur framleitt ýmsar vörur úr plasti og er þekktast fyrir rafgirðingastaura sem félagið hefur framleitt til margra ára ? þá hafa einnig verið framleiddar ýmsar vörur s.s. golfhælar, merkihælar, afmörkunarhælar, skógræktarhælar, loftrásarrör, ljósakrossar og margt fleira.

Nýir eigendur munu halda áfram framleiðslu og sölu þeirra vara sem Búrek hefur haft á boðstólum og munu halda áfram þróun á nýjum vörum segir í frétt á heimasíðu Búreks.

Verksmiðja félagsins verður að Gleráreyrum 2. Reiknað er með að rekstur félagsins skapi 4 ? 6 störf á Akureyri.