Forsvarsmenn skyndibitarisans Burger King hafa staðfest áform fyrirtækisins um að festa kaup á kanadísku kaffi og kleinuhringjakeðjuna Tim Hortons. Kaupverð er um 11 milljarðar dollara, eða sem nemur 1285 milljörðum íslenskra króna.

Eftir sameiningu verður fyrirtækið það þriðja stærsta á skyndibitamarkaðnum með yfir 18 þúsund veitingahús í 100 löndum. Áætluð sala fyrirtækisins á ári myndi nema 23 milljörðum dollara, eða sem nemur tæpum 2700 milljörðum íslenskra króna.

Stærsti hluthafi Burger King 3G capital mun eiga 51% hlut í fyrirtækinu. Höfuðstöðvar fyrirtækisins verða í Kanada þar sem fyrirtækjaskattar eru mun lægri en í Bandaríkjunum.

Við lokun markaðar í Bandaríkjunum á mánudaginn eftir að fyrirtækin tilkynntu um samrunann hækkuðu hlutabréf Burger King um 19,5% í verði og Tim Horton um 19%.