Tilkynnt var í dag að Burger King hamborgarakeðjan hefur verið seld fyrir 3,26 milljarða dala, eða 390 milljarða íslenskra króna. Kaupandinn er 3G Capital en félagið á m.a. ráðandi hlut í drykkjarframleiðandanum Anheuser-Busch.

Hlutabréf í Burger King hafa hækkað mikið undanfarna daga vegna orðróms um sölu eða um 46% síðan á þriðjudag.

Burger King er næst stærsta hamborgarakeðja í heimi með um 12.100 veitingastaði.