Burlington Loan Management, stærsti kröfuhafi Glitnis, hefur selt rúman 30% krafna sinna sem hann á í þrotabú bankans. Salan hefur átt sér stað á síðustu þremur mánuðum. Kröfur Burlington Loan Management eru færðar til bókar á 134,5 milljarða. Miðað við 25% endurheimtur krafna Glitnis er virði þeirra um 14 milljarðar króna. Virði krafna hafa allt að nífaldast frá því bankarnir féllu haustið 2008. Eftir að bankarnir fóru á hliðina seldu eigendur krafna á þrotabúin þau á hrakvirði..

Fjallað er um málið í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins um viðskipti í dag. Þar er rifjað upp að Burlington er írskt skúffufyrirtækið sem bandaríska stjóðastýringarfyrirtækið Davidson Kempner stýrir. Burlington er líka á meðal stærstu kröfuhafa Kaupþings, á kröfur á Straum, er á meðal stærstu eigenda Klakka (áður Exista) og á stóran hlut í Bakkavör.

Blaðið segir að ekki hafi verið jafn miklar breytingar á kröfuhafahópi Kaupþings og í Glitni. Þá segir í Markaðnum að samkvæmt þeim virðist stórir kröfuhafar, sem hafa verið að safna kröfum á báða bankana, verið að einbeita sér meira að öðrum hvorum. Nauðasamningar, bæði Glitnis og Kaupþings, hafa verið lagðir fram og bíða samþykkis Seðlabanka Íslands. Verði þeir samþykktir munu kröfuhafar beggja þrotabúa eignast Íslandsbanka og Arion banka.