Í árslok 2013 nam hagnaður húsnæðissamvinnufélagsins Búseta á Norðurlandi rúmum 367,5 milljónum króna. Er þetta töluverður samdráttur frá því á árinu áður þegar hagnaður félagsins nam tæpum 1,7 milljörðum króna.

Samkvæmt ársreikningi félagsins námu eignir þess í árslok 2013 rúmum sex milljörðum króna og var bókfært eigið fé á sama tíma 155.149.808 krónur en eiginfjárhlutfall þess var um 3%. Það sem helst skýrir muninn á afkomu félagsins voru leiðréttingar og eftirgjafir lána frá árinu 2012 sem námu rúmum 1,6 milljörðum króna.

Búseti á Norðurlandi á og rekur 234 íbúðir á Norðurlandi og í upphafi árs 2013 voru 838 virkir félagsmenn í félaginu en í árslok voru þeir 876.