Georg W. Bush hefði stutt Barack Obama hefði hann óskað eftir stuðningi.  Þetta kemur fram á bloggi Alex Barker á vef Financial Times.

Barker gat ekki sagt frá þessu á sínum tíma en heimildarmaður hann var í för með Gordon Brown forsætisráðherra Breta í Hvíta húsinu haustið 2008.  Bush sagði Brown að hann myndi líklega ekki kjósa McCain þó svo hann hefði lýst stuðningi við við hann.  Hann hefði orðið að lýsa yfir stuðningi við McCain.  Ef Barack Obama hefði beðið Bush um stuðning hefði hann veitt hann.  Gordon Brown varð mjög hissa yfir þessum orðum.

Hörð átök voru milli  Bush og McCain, sem báðir óskuðu eftir tilnefningu í forsetaframboð í forkosningunum 2000, árið sem Bush varð forseti.  Ekki hefur gróið um heilt síðan.