George Bush, Bandaríkjaforseti, lýsti því yfir rétt í þessu að þrátt fyrir að fulltrúardeild Bandaríkjaþings hefði hafnað fyrirhugaðri björgunaraðgerð á fjármálamarkaði ynni stjórn hörðum höndum að framgang málsins.

Jafnframt brýnir forsetinn að aðgerða sé þörf til þess að koma í veg fyrir að ástandið á fjármálamörkuðum versni enn frekar.

Í yfirlýsingu frá forsetanum kemur fram að Bandaríkjamenn þurfi að velja á milli aðgerða ellegar að horfa upp efnahagsþrengingar milljónir manna.

Fjárhagsöryggi allra Bandaríkjamanna velti á því að stjórnvöld gripu til aðgerða.

Ennfremur sagði forsetinn að stjórnvöld ynnu nú með bæði demókrötum og repúblíkönum að því að koma málinu í gegnum þingið þegar það kemur saman á morgun.