Eftirprentanir af málverki eftir George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa verið settar á sölu. Þær eru seldar á tæpa 30 dollara, um það bil 3600 krónur, á George W. Bush forsetasetrinu í Dallas. Málverk Bush er af kardínála.

Þetta er fyrsta verkið eftir Bush sem sett er á sölu, eftir því sem fram kemur á vef Dallas News . Hann kom mörgum á óvart þegar hann upplýsti almenning um það fyrr á árinuað hann væri farinn að mála sér til gamans.

Bush málaði frumgerðina af kardínálanum fyrir félaga sinn, Warren Tichenor, sem var sendiherra þegar Bush gegndi embætti forseta. Ástæðan fyrir því að ákveðið var að gera eftirprentanir af verkinu eru þær að eiginkona forsetans fyrrverandi, Laura Bush, hafði mikið dálæti af frumgerðinni. Hún vildi því að myndin færi á jólakort fyrir þessi jólin.

Málverk eftir Bush
Málverk eftir Bush