George W. Bush hefur ákveðið að skipa Ben Bernanke í embætti seðlabankastjóra Bandaríkjanna, samkvæmt frétt Financial Times.

Bernanke, sem er fyrrvernandi hagfræðiprófessor við Princeton-háskóla og nýlega skipaður formaður nefndar efnahagslegara ráðgjafa ríkissjórnarinnar, tekur við af Alan Greenspan

Staða seðlabankastjóra Bandaríkjanna hefur löngum verið talið eitt valdamasta embættið í efnahagsmálum heimsins og vilja sumir halda því fram að það sé meiri ábyrgðarstaða en að vera forseti Bandaríkjanna. Skipun eftirmanns Greenspans er því ein mikilvægasta efnahagslega ákvörðun sem Bush hefur tekið, segja sérfræðingar.

Greenspan hefur sinnt embætti seðlabankastjóra Bandaríkjann síðan árið 1987.

Skipun Bernanke er háð samþykki öldungadeildarinnar. Talið er að embættisskipunin muni ekki valda miklum usla. Bernanke og Greenspan hafa svipaðar skoðanir á peningamálastjórn Bandaríkjanna en greinir þó á um að seðlabanki Bandaríkjanna fylgi verðbólgumarkmiði. Greenspan hefur verið því andvígur.