George W. Bush, forseti Bandaríkjanna varaði við því í ræðu sinni á fundi 20 stærstu iðnríkja heims að lönd tækju nú upp verndarstefnu af ýmsu tagi til að varðveita eigin hag. Bush lagði áherslu á að frjálsum viðskiptum yrði viðhaldið og að markaðir væru ennþá sem opnastir.

Leiðtogar 20 stærstu iðnríkja heims funda nú í Washington, en samanlögð framleiðsla ríkjanna sem funda er um 85% af alþjóðahagkerfinu.

Gordon Brown talaði um að hreinsa þyrfti til í fjármálakerfi heimsins. Brown benti einnig á ýmis lönd reyndu nú að knýja fram sérhagsmunamál sem yrðu heildarmyndinni vart til góað. „Það verður að breytast,” sagði Brown.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands sagði að mikil samstaða væri meðal leiðtoga í því markmiði að finna leið út úr alheimskreppunni: „Mikill vilji stendur til þess að sjá til að svona áföll ríði ekki yfir aftur og að alþjóðahagkerfið verði reist við eins fljótt og frekast er unnt