George W. Bush, Bandaríkjaforseti, hefur um helgina fundað með Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseta, og Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

M.a. hafa leiðtogarnir rætt um að stefna saman leiðtogum G8 ríkjanna auk leiðtogum Kína, Indlands og annarra stórra hagkerfa. Bush hefur boðist til að halda ráðstefnuna í Bandaríkjunum.

Sarkozy hefur látið hafa eftir sér að slík ráðstefna gæti verið haldin strax í nóvember.

Barroso segir að nú þurfi að endurskipuleggja fjármálaheiminn á heimsvísu.

Mikill samstarfsvilji er sagður vera milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna þegar kemur að því að endurskipuleggja fjármálakerfið.

BBC greindi frá.