Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,72% á milli mánaða í janúar og var það talsvert meira en greiningaraðilar höfðu búist við. Spár þeirra hljóðuðu upp á um 0,3 til 0,5% lækkun. Meiri lækkun en búist var við skýrist einkum af því að flugfargjöld og eldsneytisverð lækkaði meira en gert hafði verið ráð fyrir, að því er fram kemur í Markaðspunktum greiningardeildar Arion banka.

Greiningardeildin spáir því að verðbólga leiti nokkuð bratt niður á við á fyrsta ársfjórðungi þessa árs fari jafnvel niður í 2,2% í næsta mánuði sem er undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Slíkt hefur ekki gerst í þrjú ár eða síðan í byrjun árs 2011. Í skammtímaspá greiningardeildar Arion banka hækkar verðbólga í 2,7% í mars og í 3,0% í apríl. Í marsspánni vegur þyngst að útsöluáhrifin halda áfram að ganga til baka.