Frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, búnaðarlögum og tollalögum hefur verið samþykkt af Alþingi með 19 atkvæðum. Þeir sem kusu með samningnum voru allir úr röðum stjórnarflokkanna tveggja. Athygli vekur að samningarnir voru samþykktir með 19 atkvæðum eða 30,2% allra þingmanna, en þó kusu 22,2% á móti. Hægt er að lesa um atkvæðagreiðsluna á vef Alþingis .

Því kusu 73,1% af þeim sem tóku afstöðu með samningunum en 26,9% á móti. Þá greiddu 7 á móti - þar á meðal kaus allur þingflokkur Bjartrar framtíðar á móti samningnum ásamt Sigríði Á. Andersen, þingmanni Sjálfstæðisflokksins.

Alls voru 16 sem greiddu ekki atkvæði. Á vef Alþingis kemur einnig fram að að 14 þingmenn voru fjarverandi og að 7 höfðu skráða fjarvist.

Búvörusamningurinn verður að teljast nokkuð umdeildur. Gildir hann til tíu ára og er einnig var sú breyting gerð að hann er verðtryggður.

Hér er hægt að nálgast frumvarpið, sem verður nú að lögum.