Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og efnahags- og fjármálaráðherra hafa fyrir hönd ríkisins undirritað nýja samninga við bændur; svokallaða búvörusamninga . Samningarnir er um framleiðslu grænmetis , kindakjöts og nautgripaafurða .

Útgjöld ríkisins til landbúnaðarmála munu hækka um rúmar níu hundruð milljónir árið 2017 en fara stiglækkandi út samningstímann og verða heldur lægri á síðasta ári samningsins en þau verða í ár. Ástæða þessara hækkunar er helst vegna:

  • Tímabundins framlags til bænda vegna innleiðinga á nýjum reglugerðum um velferð dýra, en þær hafa mikinn kostnað í för með sér
  • Stuðnings við átak í tengslum við innflutning á nýju erfðaefni af holdanautastofni
  • Aukins stuðnings við lífræna ræktun
  • Framlaga til að skjóta stoðum undir aukna fjölbreytni í landbúnaði

Samkvæmt tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu er samningunum ætlað að skapa landbúnaðinum ramma til að auka verðmætasköpun og nýta sem best tækifærin sem felast í sveitum landsins í þágu bænda, neytenda og samfélagsins alls.

Nýir samningar fela í sér töluverðar breytingar frá fyrri samningum. Stefnt er að leggja af kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt, losað verður um styrkjafyrirkomulagið þannig að greiðslur til bænda verða ekki bundnar við framleiðslu á mjólk eða kjöti eins og verið hefur.

Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra:

„Það er afar ánægjulegt að þessi samningar skuli vera í höfn. Ég tel að hér sé um tímamótasamninga að ræða, þar sem umtalsverðar breytingar verða gerðar á starfsskilyrðum. Af þeim sökum, meðal annars, er samningurinn til tíu ára. En ákvæði um tvær endurskoðanir eru í honum og menn geta því breytt um stefnu eða fyrirkomulag, ef þurfa þykir.“