Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir að nýju búvörusamningarnir sem undirritaðir voru þann 19. febrúar síðastliðinn séu ekki til hagsbóta fyrir neytendur. Þar að auki sé erfitt að átta sig á því hvernig þeir koma sér fyrir bændur þar sem allt kerfið í kringum þá er ógagnsætt.

Þetta kemur fram á RÚV, en aðspurður hvort að samningarnir væru neytendum til hagsbóta svaraði Ari: „Nei það held ég ekki, það er bara óbreytt ástand mikið til og það er ekki verið að liðka til fyrir innflutningi eða auka samnkeppni í greininni en má kannski frekar segja að það se verið að fresta því sem var talað um að auka tækifæri manna til að framleiða."

„Vandamálið við þennan samning er það að hann er mjög ógagnsær og allt þetta kerfi þannig að það er mjög erfitt að spá í það hvernig þetta kemur út gagnvart einstökum bændum."