Strætóbílstjórar í Marseille í Frakklandi hafa hótað því að fara í verkfall í júní m.a. vegna þess að buxurnar sem þeim er gert að klæðast í vinnunni eru of þröngar.

Stjórn strætisvagnafélags borgarinnar ákvað einhliða að breyta einkennisbúningi strætisvagnabílstjóra og hefur breytingin farið illa í bílstjórana, sem segja að samráð hefði átt að hafa við stéttarfélagið.

Liturinn, gæðin og sniðið hafa öll farið í taugarnar á bílstjórunum, en sniðið virðist vera það sem pirrar þá mest.