*

föstudagur, 3. júlí 2020
Erlent 6. júní 2020 15:04

BYD slær afhendingu gríma á frest

Kínverski rafbílaframleiðandinn, BYD, hefur seinkað afhendingu á andlisgrímum til Kalifonríuríkis.

Ritstjórn
BYD hefur byrjað að framleiða andlitsgrímur vegna kórónufaraldursins.
epa

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD hefur í annað sinn slegið á frest afhendingu á andlitsgrímum til Kaliforníuríkis. Í apríl sl. gerði rafbílaframleiðandinn 1 milljarðs dollara samning við Kaliforníu um afhendingu á grímunum, en COVID-19 faraldurinn leiddi til þess að BYD ákvað að hefja framleiðslu á andlitsgrímum.

Ástæðan frestunarinnar er sú að fyrirtækið hefur ekki enn fengið grænt ljós frá bandarískum heilbrigðisyfirvöldum um að grímurnar standist tilgerðar kröfur.

Stikkorð: BYD COVID-19