Byggðastofnun, sem er rekin með ábyrgð ríkisins, er langt í frá að vera ókeypis fyrir skattgreiðendur. Þannig nam samanlagt tap Byggðastofnunar síðustu fimm árin, 2004-2009, um 4,3 milljörðum króna. Tekið skal fram að taptölurnar eru á verðlagi hvers árs þannig að núvirði væri upphæðin allmiklu hærri eins og gefur að skilja. Byggðastofnun fær að auki fast framlag á fjárlögum til rekstrarins og nam það 385 milljónum króna í fyrra en samtals losuðu þessi framlög tvo milljarða króna á þessu fimm ára tímabili.Þegar horft er til þess má með rökum halda því fram að rekstur Byggðastofnunar hafi kostað ríkissjóð og þar með skattgreiðendur um sex milljarða króna á umræddu fimm ára tímabili og umtalsvert meira ef fært væri til núvirðis.

- Nánar í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins