Byggðastofnun hagnaðist um 62,7 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi stofnunarinnar.

Eiginfjárhlutfall samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki var 21,73% en skal að lágmarki vera 8% skv. lögum um fjármálafyrirtæki.  Þá skal stofnunin viðhalda 2,25% verndunarauka og 1,25% sveiflujöfnunarauka að auki sem hækkar í 1,75% frá 15. maí á næsta ári.

Hreinar vaxtatekjur voru 227,6 milljónir króna eða 44,4% af vaxtatekjum, samanborið við 214,1 milljónir króna (48,6% af vaxtatekjum) hreinar vaxtatekjur árið 2017.

Laun og annar rekstrarkostnaður nam 265,8 milljónum króna samanborið við 229,4 milljónir árið 2017.

Eignir námu 14.882 milljónum króna og hafa hækkað um 1.749 milljónir frá árslokum 2017. Þar af voru útlán 12.078 milljónir samanborið við 10.464 milljónir í lok árs 2017.

Skuldir námu 11.812 milljónum króna og hækkuðu um 1.686 milljónir frá árslokum 2017.