Matvælaframleiðslufyrirtækið Vilko skilaði 6,6 milljóna króna tapi á árinu 2013 samkvæmt ársreikningi félagsins. Það er svipað og árið 2012 þegar 7,6 milljóna króna tap var af rekstrinum.

Hlutafé félagsins var aukið um rúmlega 38 milljónir króna á árinu en stór hluti þeirrar aukningar var af hálfu Byggðastofnunar sem nú er stærsti einstaki eigandi Vilko með 39% hlut. Árið 2012 var Byggðastofnun ekki einn af fjórum stærstu hluthöfum félagsins.

Aðrir stórir hluthafar eru Ámundakinn ehf. með 23% hlut, Ó. Johnson & Kaaber ehf. með 11,5% hlut og Auðhumla, móðurfélag Mjólkursamsölunnar, með 10,7% hlut. Eigið fé félagsins nam 4 milljónum króna í lok árs 2013 og eignir um 102 milljónum.