Á fundi stjórnar Byggðastofnunar þann 1. mars síðastliðinn var tekin ákvörðun um að lækka vexti á verðtryggðum lánum hjá stofnuninni úr 6,9% í 6,4% eða um 0,5%. Lækkunin tekur gildi 1. apríl næstkomandi og á við um ný og eldri verðtryggð lán hjá stofnuninni.

Í tilkynningu frá Byggðastofnun segir að vonast sé til þess að með vaxtalækkuninni sé hægt að styðja enn frekar við nýsköpun í atvinnulífi og vöxt framsækinna fyrirtækja á starfssvæði stofnunarinnar sem muni til framtíðar efla byggð og búsetu í landinu.