Síðasta haust lagði Ragnheiður Elín fram nýtt frumvarp um ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi. Frumvarpið, sem á að leysa lögin sem féllu úr vildi 31. desember 2013 af hólmi, hefur ekki verið afgreitt og bíður nú þriðju umræðu. Líkt og eldri lögin veitir frumvarpið stjórnvöldum heimild til að gera fjárfestingarsamninga við fyrirtæki sem hyggjast byggja hér upp starfsemi.

Samningarnir fela meðal annars í sér að fyrirtækin fá afslátt af sköttum og opinberum gjöldum í tiltekinn tíma. Ívilnanir til fyrirtækja komust í kastljós fjölmiðla fyrr í vetur þegar fjallað var um samning Matorku við ríkið, en sá samningur var harðlega gagnrýndur af hagsmunaaðilum í fiskeldi. Þetta leiddi meðal annars til þess að atvinnuveganefnd hefur lagt til að Byggðastofnun komi meðal annars að því að skoða áhrif fjárfestingarverkefna á markaðinn og möguleg ruðningsáhrif gagnvart öðrum fyrirtækjum sem eru í sama rekstri.

Ítarlega er fjallað um stöðu mála á þingi í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .