Framkvæmdasýsla ríkisins auglýsti núna um helgina eftir tilboðum í framkvæmdir við fangelsi á Hólmsheiði fyrir hönd innanríkisráherra.

Í útboðinu er gert ráð fyrir að verkefnið verði klárað eigi síðar en 1. desember, en þar er átt við frágang húss að innan og utan auk lóðavinnu. Í útboðsauglýsingu kemur fram að tilboð verði opnuð þann 5. desember næstkomandi.

Byggingu nýs fangelsis hefur verið beðið um allnokkurt skeið, en Ögmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, tók fyrstu skóflustunguna að fangelsinu þann 4. apríl síðastliðinn.

Ístak sá um jarðframkvæmdir og hófust þær í byrjun júní.