Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, og Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, verða öll viðstödd þegar fyrsta skóflusttungan að nýju Hátæknisetri Alvogen í Vatnsmýri verður tekin klukkan þrjú í dag.

Eins og fram hefur komið mun byggingin rísa á fyrirhugaðri lóð fyrirtækisins innan Vísindagarða Háskóla Íslands við Sæmundargötu. Skóflustungan markar upphaf framkvæmda við Hátæknisetrið.

Hátæknisetrið mun hýsa alþjóðlegarskrifstofur Alvogen og þróunarsetur líftæknilyfja og verður fyrirtækið í nánu samstarfi við háskólasamfélagið í Vatnsmýri.

Byggingin kostar 6 milljarða króna og er hluti af 25 milljarða króna fjárfestingu sem Alvogen hefur áformað.