Byggingafélagið Mótás hefur gripið til þess ráðs að lána allt að 8 miljónir króna í íbúðum við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði.

Í auglýsingu á þriggja herbergja íbúðum við Skipalón á Hvaleyrarholtinu í Hafnarfirði á heimasíðu Mótás kemur fram að félagið býður allt að 100% fjármögnun við kaup á íbúðunum.

Þetta kemur fram á vef RÚV og haft er eftir Bergþór Jónssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, að kaupendum séu lánaðar að hámarki 8 miljónir á móti 18 miljónum frá Íbúðalánasjóði. Þannig láni byggingafélagið það sem upp á vantar.

Íbúðirnar eru þar með veðsettar að fullu. Lánin eru til 20 ára með 6,3% föstum vísitölubundnum vöxtum. Bergþór Jónsson segir að gripið hafi verið gripið til þessa ráðs til að koma til móts við ungt fólk sem sé að kaupa. Bankar og sparisjóðir hafi ekki lánað svo hátt hlutfall upp á síðkastið. Óvíst sé hversu lengi þessi háttur verði hafður á.