Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan júní 2015 er 123,8 stig (desember 2009=100) sem er 0,5% hækkun frá fyrri mánuði. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands .

Þar er greint frá því að hækkunina megi aðallega rekja til breytinga á verði innlends efnis sem hækki um 1,1% á milli mánaða, en áhrif á vísitölu eru 0,4%.

Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingakostnaðar hækkað um 2,6%.