*

miðvikudagur, 23. október 2019
Innlent 20. september 2019 13:15

Byggingakostnaður óbreyttur

Vísitala byggingakostanaðar er óbreytt milli mánaða en hefur hækkað um 4,4% síðastliðna 12 mánuði.

Ritstjórn
Litlar hreyfingar hafa verið á vísitölu byggingakostnaðar undanfarna þrjá mánuði eða 0,7% hækkun.
Haraldur Guðjónsson

Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð um miðjan september 2019, er 146,3 stig. (desember 2009=100) og er óbreytt frá fyrri mánuði. 

Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 4,4%. Síðastliðna sex mánuði nemur hækkunin 5,6%. 

Litlar hreyfingar hafa verið á vísitölunni undanfarna þrjá mánuði eða sem nemur 0,7% hækkun.