Búast má við að hátt í 2.000 íbúðir rísi miðsvæðis í Reykjavík á næstu þremur árum ef marka má lausar lóðir og byggingaheimildir á svæðinu. Þetta má sjá á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar. „Fjöldi kaupsamninga hefur ekki verið í takti við það sem þarf til að viðhalda markaðnum,“ segir Óskar Rúnar Harðarson fasteignasali um þróunina.

Hann spáir fjölgu kaupsamninga á næstu misserum og vísar meðal annars til mikillar uppbyggingar á því svæði þar sem eftirspurn eftir húsnæði er hvað mest.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .