Byggingakranar í fyrra voru fleiri en árið 2006 og hefur fjölgað sleitulaust frá árinu 2010 að því er mbl.is greinir frá . Enn vantar þó töluvert upp á að jafna umsvifin árið 2007 eins og Viðskiptablaðið sagði frá um miðjan síðasta mánuð.

Þetta kemur fram í samantekt Vinnueftirlitsins fyrir mbl.is en skoða þarf krana við uppsetningu og svo á árs fresti eftir það svo að tölurnar gefa nokkuð góða mynd af stöðunni. Í fyrra var fjöldi skoðana 384 og fjölgaði þá frá árinu á undan þegar þær voru 277.

Það sem af er árinu 2018 hefur Vinnueftirlitið framkæmt 71 skoðun. Ef næstu þrír fjórðungar ársins verða eins og sá fyrsti má gera ráð fyrir að fjöldi skoðana verði 284 og fækki á milli ára.