Byggingakrönum hefur fjölgað mikið á höfuðborgarsvæðinu. Þeir voru 70 á höfuðborgarsvæðinu árið 2010 en 144 nú, samkvæmt talningu Fréttablaðsins . Þröstur Lýðsson, framkvæmdastjóri Merkúrs, sem hefur umboð fyrir Liebherr-byggingakrana á Íslandi, segir í samtali við blaðið að allir kranar sem voru til eru komnir upp og þó nokkur innflutningur hafinn á byggingakrönum. Þröstur bendir jafnframt á að í fyrra hafi sala á varahlutum í byggingakrana verið tvöfalt meiri en hún var samanlagt á árunum 2009 til 2012.

Fréttablaðið ræddi jafnframt við Ólaf Klemensson, hagfræðing hjá Seðlabankanum, um málið. Hann segist sjá fylgni í fjölgun krana og sölu á íbúðamarkaði. „Þá kom í ljós gríðarlega gott samband. Það kom okkur þægilega á óvart,“ segir Ólafur.

Seðlabankinn spáir því að fjárfesting í íbúðarhúsnæði aukist um 23,9% á þessu ári og um 17,7% á næsta ári.