Byggingarfélag námsmanna (BN) sparar um 500 vinnustundir á ári með notkun smáforrit (apps) frá Advania fyrir spjaldtölvur sem keyra á Android-stýrikerfinu frá Google. Byggingarfélagið tók appið í notkun í september en með því er hægt að skrá úttektarupplýsingar samkvæmt gátlista fyrir þær 500 íbúðir sem námsmenn skila af sér. Við slík íbúaskipti fara umsjónarmenn félagsins yfir íbúðina þegar íbúðinni er skilað og áður en nýr leigutaki tekur við.

Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri BN, skrifar um appið á vef Advania . Þar segir hann að áður fyrr hafi úttektarvinnu BN fylgt mikið pappírsvafstur og utanumhald á gögnum um hverja íbúð og skjalamöppum. Með appinu heyrir allt slíkt sögunni til og hægt að nota tímann sem sparast til annarra og mikilvægari verkefna.

Vinnan við að smíði appsins hófst á vormánuðum 2013 og var það komið í fulla notkun hjá starfsmönnum BN í haust. Alls nota 6 starfsmenn appið og lætur BN þeim spjaldtölvur í té.