Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan júlí 2015 er 127,9 stig sem er 3,3% hækkun frá fyrri mánuði. Þetta kemur fram í nýrri frétt Hagstofu Íslands .

Þar kemur fram að hækkunina megi fyrst og fremst rekja til 11,2% hækkunar vinnuliðar vísitölunnar milli mánaða. Hækkunin komi í kjölfar nýgerðra kjarasamninga iðnaðarmanna og verkafólks í byggingariðnaði.

Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 6,0%.