Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð um miðjan júlí 2019, er 146,4 stig og hækkar um 0,2% frá fyrri mánuði. Innflutt efni hækkaði um 1,0% sem hefur 0,2% áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 4,6%. Síðastliðna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 10,7% þegar umreiknað er til árshækkunar miðað við hækkun vísitölunnar.

Viðmiðunarár vísitölunnar er desember 2009 þ.e. er hún skráð 100 stig þann mánuð. Miðað við núverandi skráningu, 146,4 stig hefur byggingarkostnaður hækkað um nær helming á tæpum áratug.