*

mánudagur, 27. september 2021
Innlent 20. apríl 2016 11:11

Byggingarkostnaður hækkar milli mánaða

Hækkunin kemur í kjölfar uppfærslu kjarasamninga iðnaðarmanna og verkafólks í byggingariðnaði.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands er vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan apríl 2016 130,8 stig og hefur því hækkað um 1,9% milli mánaða. Vísitalan gildir í maí 2016.

Verð á innfluttu efni hækkaði um 0,3% frá síðasta mánuði en vinnuliðir hækkuðu um 5,7%. Þessi hækkun kemur í kjölfar uppfærslu kjarasamninga iðnaðarmanna og verkafólks í byggingariðnaði.

Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 6,2%. Áhugasamir geta kynnt sér niðurstöður Hagstofunnar nánar hér.